Rökkurdagar eru menningarhátíð Grundfirðinga og ætíð haldnir á haustin. Rökkurdagar hefjast að þessu sinni fimmtudaginn 22. október og þeim lýkur laugardaginn 31. Dagskráin er fari að taka á sig mynd þó er enn nóg rými fyrir aðila sem vilja gera eitthvað skemmtilegt. Þeir sem vilja taka þátt geta haft samband við markaðsfulltrúa á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Bent er á að til að allir atburðir komist inn á dagskrá skal tilkynna þátttöku fimmtudaginn 15. október í síðasta lagi.

Fræðslu- og menningarmálanefnd