Nú er sá árstími að renna upp þar sem Grundfirðingar fagna Rökkurdögum. Að þessu sinni nær dagskráin frá 6. – 14. nóvember. Rökkurdagar í ár verða með nokkuð hefðbundnu móti en þó er eitthvað um nýjungar í dagskránni. Í ár var sú ákvörðun tekin af hafa Rökkurdagana með frönsku þema, það var ákveðið í kjölfar tónleika fransk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar í september. Dagskráin er sniðin með það í huga að allir bæjarbúar finni eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi um áhugaverða atburði má nefna eftirfarandi dagskrárliði: Harmonikkuball, Góa og baunagrasið og Friðrik Dór. Í ár sem fyrri ár hvetjum við bæjarbúa til að láta loga á útikertum á kvöldin yfir hátíðina.