Nú er farið að halla að hausti og undirbúningur Rökkurdaga að hefjast. Hátíðin í ár stendur yfir frá 9. - 14. október. Bæjarbúar og félagasamtök eru hvött til að taka þátt og koma með tillögur.  Þeir sem eru með hugmyndir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Öldu Hlín, menningar- og markaðsfulltrúa í netfangið alda@grundarfjordur.is.  Frestur til að skila inn tillögum er til og með 28. september.