Mynd: Oliver Degener - frá ljósmyndasamkeppni 2019
Mynd: Oliver Degener - frá ljósmyndasamkeppni 2019

Rökkurdagar 2020

Er húmar að kvöldi, laufin falla af trjám, hressilegur sunnanvindur gnæfir um fjöllin og myrkrið skellur á þá líður nú senn að þeim tíma að við þurfum að finna ljósið í rökkrinu.

Menningarhátíð Grundarfjarðar, Rökkurdagar 2020, verður haldin hátíðleg, þó með breyttu sniði með tilliti til sóttvarna, frá 26. október til 1. nóvember 2020.

Sem fyrr þá hvetur menningarnefnd bæjarbúa og félagasamtök eindregið til að koma með tillögur að efni í dagskrá hátíðarinnar í ár. Vinsamlega sendið tillögur og/eða hugmyndir á netfangið thuri(hjá)grundarfjordur.is

Frestur til að skila inn tillögum er til og með föstudeginum 2. október nk.

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar