Ljósmyndari Sverrir Karlsson
Ljósmyndari Sverrir Karlsson

Dagskrá Rökkurdaga 26. okt. - 2. nóv. 2020

Rétt í þessu lauk fjarfundi á netinu þar sem menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar bauð bæjarbúum í hugmyndaspjall um Rökkurdaga 2020. Menningarhátíðin Rökkurdagar verður haldin í ár, þó það verði með breyttu sniði. Netfundurinn var liður í því að virkja íbúa til þátttöku við að búa til skemmtilega, sóttvarnavæna dagskrá og gleðjast saman. Þátttakendum á fundinum er þakkað kærlega fyrir “innlitið” og skemmtilegt samtal. 

Eftirfarandi dagskrárliðir eru staðfestir á dagskrá Rökkurdaga, sem mun líta dagsins ljós á næstu dögum, eða falla inná þessa daga. Dagskráin verður líklega meira “lifandi” en oft áður og kann að taka breytingum eftir aðstæðum. 

 • Listasýning leikskólabarna - Leikskólinn Sólvellir setur upp listsýningu í gluggum Kjörbúðarinnar. 
 • Kærleiksganga grunnskólabarna - Nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar ganga um bæinn og skilja eftir kærleiksorð í húsum bæjarins. 
 • Gleðin í myrkrinu: Gluggahjörtu - Hvatning til íbúa til að nota ímyndunaraflið og setja sína útfærslu af hjörtum í glugga húsa sinna, okkur sjálfum og öðrum til ánægju. 
 • Göngum á Gráborg - Nýtum góðviðrisdaga og göngum á Gráborgina, hér rétt ofan við bæinn, með nánustu fjölskyldu og tökum frumlegar hópmyndir. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegustu/skemmtilegustu myndina. 
 • Kirkjukórinn: Söngstund við dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól. 
 • Hrekkjavaka, 30. október: Búningadagur í Grunnskóla og leikskóla. 
 • Hrekkjavaka, 31. október: Börn ganga í hús (til húsráðenda sem vilja taka á móti - skráning inná Facebook-síðunni “Hrekkjavaka 
 • Hreyfistund í Þríhyrningi 
 • Rökkursund í sundlaug/heitum pottum 
 • Rökkurspinning  
 • Vasaljósaganga 
 • Útibingó fyrir alla fjölskylduna
 • Hryllingsbíó 
 • Rökkurlögin - Rafræn söngstund 
  Upptökur þar sem bæjarbúar syngja íslensk lög - sem síðar verður “sjónvarpað” á netinu.
  Um komandi helgi verða tekin upp söngatriði sem verða birt á Rökkurdögum. Leitað verður til bæjarbúa til þess að syngja gleði og hamingju inn í hjörtu okkar í skammdeginu. Áhugasamir geta skráð sig á netfangið thuri (hjá) grundarfjordur.is fyrir kl. 12 föstudaginn 23. október nk.

Fylgist með nánari auglýsingum hér á vef bæjarins!