Ljósmyndari Sigríður Diljá Guðmundsdóttir
Ljósmyndari Sigríður Diljá Guðmundsdóttir

 

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar boðar til opins fjarfundar, þriðjudaginn 20. október kl. 16.00 - Hugmyndaspjall vegna Rökkurdaga 2020.

Með breyttum áherslum í samfélaginu er nauðsynlegt að halda í gleðina og gera sér dagamun. Þrátt fyrir hömlur á samkomuhaldi erum við ákveðin í að halda Rökkurdaga þótt með breyttu sniði verði. 

Dagskrárliðir færast mikið til á netið auk þess sem reynt er að virkja íbúa til þátttöku og að hugsa út fyrir kassann.

Við leitum eftir þáttöku bæjarbúa við að búa til skemmtilega, sóttvarnavæna dagskrá.

Hvernig getum við glatt aðra undir þessum sérstöku kringumstæðum, á tímum Covid?

Á fundinum verða kynnt drög að dagskrá Rökkurdaga 2020 og leitað eftir góðum hugmyndum, því enn er hægt að bæta við dagskrána.

 

HÉR er hlekkur á fjarfund sem allir geta tengt sig við, hafi þeir aðgang að tölvu og neti. Fundurinn hefst kl. 16:00.

Taktu þátt og vertu með!

Menningarnefnd