Mynd: Salbjörg Nóadóttir, úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2021
Mynd: Salbjörg Nóadóttir, úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2021

Haustið hellist yfir okkur í allri sinni dýrð. Trén breyta lit, laufblöðin fjúka um. Ljósin í bænum lýsa upp myrkrið og birtan úr húsum gerir myrkrið spennandi og rómantískt.  

Menningarhátíð Grundarfjarðar, Rökkurdagar 2022, verður haldin vikuna 9. - 16. október nk. 

Menningarnefnd hvetur bæjarbúa, félagasamtök og hagsmunaaðila eindregið til að koma með tillögur að efni í dagskrá hátíðarinnar í ár.

Vinsamlega sendið tillögur og/eða hugmyndir á netfangið thuri(hjá)grundarfjordur.is

Frestur til að skila inn tillögum er til og með föstudeginum 30. september nk.

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar