Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Dagskrá Rökkurdaga 24. - 31. október 2021

 

Í rökkrinu leynast ýmsar furðuverur, sólin situr lágt á lofti, kuldinn læðist að og vetur gerir vart við sig en á sama tíma finnum við gleðina í rökkrinu. 

Þó rökkrið falli á, þá eigum við möguleika á að finna lósið og nýta hvern dag.

Menningarhátíð Grundfirðinga, Rökkurdagar 2021, er nú haldin hátíðleg, þó með minna sniði sé. Dagskráin nær yfir dagana 24. til 31. október 2021 og tekur m.a. til eftirfarandi: 

 • Listasýning leikskólabarna - Leikskólinn Sólvellir hefur sett upp listsýningu í gluggum Sögumiðstöðvarinnar. 
 • Laufblaðaganga grunnskólabarna - Nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar ganga um bæinn og skilja eftir kærleiksorð við hús bæjarins í tengslum við Grænfánavinnu sem skólans í haust.
 • Ljósin í myrkrinu - Við hvetjum íbúa til þess að kveikja á hvítu seríunum; lýsum upp skammdegið og njótum fegurðarinnar.
  Við hvetjum ykkur einnig eindregið til að útfæra lýsinguna á skemmtilegan hátt, t.d. skúlptúr, tré eða hvað sem ykkur dettur í hug.
 • Græna Kompaníið verður með skemmtilega dagskrá í tilefni Rökkurdaga

Frekari viðburðir: 

Þriðjudagurinn 26. október

 • Ljósaganga Vonar - Krabbameinsfélags Grundarfjarðar, kl. 18. Mæting við hafnarvogina. 
 • Rökkursund; kerti og kuldi - Sundlaug Grundarfjarðar, frítt, kl. 19-21

Miðvikudagurinn 27. október

 • Molakaffi og meðlæti; Grundarfjarðarbær og Félag eldri borgara, Opið hús í Sögumiðstöðinni kl. 14-16
 • Draugar og dýflyssur; upplestur fyrir hugrökk börn, Græna kompaníið kl. 17 
 • Listasýningin Sacred Flora; í glugga Sögumiðstöðvar kl. 20-22

Fimmtudagurinn 28. október

 • Rökkurfit Box7 - Opið öllum kl. 16:30
 • Kvöldopnun - FB-Sport, verslun, Fagurhólstúni 2; frá kl. 16-21
 • Haustmarkaður Kvenfélagsins Gleym-mér-ei;  Sögumiðstöðinni kl. 18-22
 • Bleikar búbblur og Mamma mía - Bíó á vegum Kvenfélagsins, í Sögumiðstöðinni kl. 18-22 (ath) 

Föstudagurinn 29. október

 • Rökkurspinning - með Halloween þema, kl. 20
 • PubQuiz með Lofti - Kaffi 59, kl. 21 

Laugardagurinn 30. október

 • Hræðileg súpa og falskir tónar; Græna kompaníið, kl. 18
 • Rökkurdaga Halloween ball; Kaffi 59, kl. 23

Sunnudagurinn 31. október 

 • Hræðilega skemmtilegur foreldrafótbolti, kl. 13:30 - 15:30 í íþróttahúsinu
 • Allraheilagramessa; Setbergskirkju, kl. 14
 • Halloween-ganga um bæinn, kl. 18 - Sjá Facebook-hópinn Hrekkjavaka Grundarfirði 2021

Rökkur - Hreyfing

Box7 býður upp á Rökkurfit fimmtudaginn 28. október kl. 16.30. Skráning er hjá Aldísi og Leif á cfbox7(hjá)gmail.com

Líkamsræktin Grundarfirði verður með Halloween þema alla vikuna og býður upp á Rökkurspinning föstudaginn 29. október

 Hrekkjavaka 2021

 • 30. október - Hræðileg súpa og falskir tónar, Græna Kompaníið
 • 30. október - RökkurHalloween ball á Kaffi 59
 • 31. október - Hræðilega skemmtilegur foreldrafótbolti í íþróttahúsinu
 • 31. október - Furðuverur á sveimi - Halloween ganga, nánar á FB-síðunni Hrekkjavaka Grundarfirði 2021

 

Rökkurlögin - Rafræn söngstund 

Við minnum á upptökur Rökkurlaganna í fyrra þar sem Grundfirðingar sungu fyrir okkur íslensk rökkurlög. Þetta var einstaklega vel heppnað samstarf menningarnefndar og bæjarbúa og færum við þeim sem að verkinu stóðu og tóku þátt miklar þakkir.

Smellið hér til að horfa á Rökkurlögin á Rökkurdögum.

 

Nánari dagskrá er auglýst á FB-síðu Rökkurdaga - og við hvetjum ykkur eindregið til þess að fylgjast með.