Mynd: Sverrir Karlsson - úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2022
Mynd: Sverrir Karlsson - úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2022

Fegurð haustsins birtist okkur í allri sinni dýrð. Hugfangin horfum við á umhverfið okkar, haustlitina, grákolla í fjöllum, finnum fyrir kuldanum á morgnanna og síðustu sólargeislarnir teygja sig yfir fjallagarðinn. Haustið býður upp á dásamlega nærveru með okkar nánustu þar sem við nýtum dagana í heilsugöngur, heitt kakó, hlátur og rómantískar stundir.

Menningarhátíðin Rökkurdagar verður haldin dagana 29. október til 12. nóvember nk.

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar óskar eftir tillögum að viðburðum frá bæjarbúum, félagasamtökum, hagsmunaaðilum eða einyrkjum fyrir dagskrá Rökkurdaga 2023.

 

Tillögur má senda á Mörtu Magnúsdóttur eða Rakel Birgisdóttur á fb síðu þeirra eða netföng:

Marta : Martamagg(hja)gmail.com

Rakel: rakelbirgis(hja)gmail.com 

Einnig er aðilum velkomið að kíkja við á bókasafnið þriðjudaginn 10. október milli kl. 16-17 og hitta á Mörtu eða Rakel til þess að ræða hugmyndir.

Grundarfjarðarbær mun eftir fremsta megni reyna að koma til móts við aðila sem ætla að halda viðburði með því að aðstoða með húsakost og auglýsingar.

Með hlýrri kveðju, 

Menningarnefnd