- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Rökkurdagar 2024 verða haldnir hátíðlega dagana 24. október til 17. nóvember nk. Hátíðin fór fyrst af stað árið 2001 og hefur síðan verið fastur liður hér í Grundarfirði á haustin. Við vonum að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi til að mæta á yfir þessa dimmu daga en þemað er samvera og kósý! Einnig erum við að teygja dagskránna yfir bleikan október, hrekkjavökuna, dag hinna heilögu, feðradaginn, þjóðhátíðardag póllands og dag íslenskrar tungu, að þessu sinni.
Nóg af smærri og stærri viðburðum til að létta okkur skammdegið og hittast saman í rökkrinu. Okkur í menningarnefndinni langar að þakka öllum sem komu með okkur að þessari dagskrá og hlökkum rosalega til að sjá ykkur yfir þessa daga.
Dagskráin verður borin í hús á íslensku en hér og á heimasíðu bæjarins er hægt að nálgast hana einnig á ensku og pólsku. Einnig minnum við á menningar instagrammið: menning_grundarfjordur en þar sem við ætlum að vera dugleg að sýna frá og minna alla á viðburð dagsins.
Við hvetjum alla til að hafa luktir, kerti eða ljós úti yfir Rökkurdagana. Gleðilega hátið!