Skelfing í skammdeginu – uppákomur fyrir alla fjölskylduna.  Nú styttist í rökkurdaga og vill fræðslu- og menningarmálanefnd af því tilefni minna á smásögukeppnina sem stendur yfir. Samin skal drauga- eða spennusaga að hámarki 500 orð. Skilafrestur er 10. október. Grundfirðingar á öllum aldri geta tekið þátt og vegleg verðlaun eru í boði. Sögum skal skila á bæjarskrifstofuna.

Dagskrá rökkurdagana er nú óðum að taka á sig mynd. Í boði verður meðal annars: uppákomur í leikskóla og grunnskóla, kvikmyndamaraþon, draugaball, upplestur úr ýmsum sögum, samverustund á bókasafninu og margt fleira. Þeir sem hafa hugmyndir að viðburðum hafi samband við fræðslu- og menningarmálanefnd (Sigurður 894-1566)