Rökkurdagar í ár hafa farið mjög vel af stað. Vika er liðin og margir skemmtilegir menningarviðburðir hafa átt sér stað. Aðsókn að viðburðum hefur verið góð, enda dagskráin fjölbreytt.

 

 

Í gær opnaði sýningin Kvennaverk í Sjálfstæðishúsinu, Grundargötu 24. Það er sýning á  leir- og glerskúlptúrum og digitalmyndlist eftir þær Dagbjörtu Línu, Kristínu og Hrafnhildi Jónu.

Sýningin verður opin fimmtudaga og föstudaga kl. 20-22 og um helgar kl. 14-16.

Enn er nóg eftir af Rökkurdögum, sem er 27 daga menningarveisla Grundfirðinga. Allir eru hvattir til að mæta á sýningar og menningarviðburði þeim tengdum.