Land elda og ísa

Kl. 11-16 í Fjölbrautaskólanum.

Jón Páll Vilhelmsson sýnir landslagsljósmyndir. Þetta eru stórar ljósmyndir af mikilfenglegu landslagi stækkaðar í takmörkuðu upplagi á striga.

Fjölskylduleikir

Kl. 13-14 í íþróttahúsinu.

UMFG stendur fyrir skemmtilegum fjölskylduleikjum. Kjörið tækifæri fyrir unga sem aldna að hreyfa sig aðeins.

Gunni Þórðar

Kl. 16-18 í Grundarfjarðarkirkju.

Til að binda endahnútinn á Rökkurdaga 2010 duga engin vettlingatök. Því var ráðist í að fá meistarann sjálfan, Gunnar Þórðarson, til að mæta á svæðið. Hann slóð að sjálfsögðu til og mun troða upp í Grundarfjarðarkirkju í dag. Gunnar verður einn með kassagítarinn og flytur úrval sinna bestu laga. Einnig mun hann fræða gesti um söguna bakvið lögin.

Miðaverð er 1.000 kr. og 500 kr. fyrir börn.