Rökkurdagar hefjast í Grundarfirði nk. fimmtudag kl. 17 í Sögumiðstöðinni. Þá verður undirritaður samningur milli Grundarfjarðarbæjar og Eyrbyggju- sögumiðstöðvar og samstarfið sem og dagskrá Rökkurdaga kynnt. Áhersla verður lögð á íslenskar bíómyndir að þessu sinni, nýjar sem og nokkrar eldri.

Einnig verða tvær ljósmyndasýningar, konfektgerðarnámskeið og ýmislegt annað skemmtilegt. Það er von skipuleggjenda að Rökkurdagar muni krydda tilveruna hjá sem flestum á næstu vikum. Dagskrána má nálgast með því að smella efst á síðuna. Nokkrir liðir munu bætast við dagskrána á næstu dögum. Verið hjartanlega velkomin.