Nú er "Rökkurdögum", menningarhátíð Grundfirðinga, lokið. Í sumum miklu stærri sveitarfélögum eru svona hátíðir haldnar yfir eina litla kvöldstund og kannski fram á nótt en hér í Grundarfirði duga ekkert minna en þrjár vikur! Hátíðin tókst mjög vel og aðsókn var góð á flesta viðburði.

Við sem komum að framkvæmdinni vissum vel að þetta væri tilraun sem gæti allt eins mistekist. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. 

Við vildum prófa eitthvað nýtt og jafnframt reyna að hafa fjölbreytni í dagskránni eins og kostur var. En alltaf má gera betur og við erum ekki í nokkrum vafa um að svo er einnig í þetta sinn. Til að hjálpa okkur með næstu Rökkurdaga, sem við erum ekki nokkrum vafa að verði að ári, viljum við biðja ykkur að skrifa hugmyndir ykkar eða ábendingar hér að neðan.

Öllum sem að hátíðinni komu eru færðar bestu þakkir fyrir. Ykkur sem komuð til að njóta fjölbreyttra listviðburða er einnig þakkað kærlega fyrir ánægjulega menningarhátíð því segja má að bjart hafi verið yfir bænum um þessa "Rökkurdaga".