Rökkurdagar verða haldnir hér í Grundarfirði dagana 26. október til 4. nóvember næstkomandi. Undirbúningur fyrir menningarhátíðina er í fullum gangi og dagskráin að taka á sig mynd. Við viljum gjarnan heyra frá fólki og fyrirtækjum sem hafa hug á að taka þátt í hátíðinni með viðburði eða öðru sem á heima inni í dagskrá Rökkurdaga.

 

Þetta árið ætlum við að enda Rökkurdagana með stæl því hljómsveitin Á móti sól mun leika fyrir dansi í Samkomuhúsinu að kvöldi laugardagsins 4. nóvember og halda uppi stuði fram á nótt.