Fundur var haldin  með rýnihópi vegna fyrirhugaðrar byggingar íþróttamiðstöðvar í samkomuhúsinu 27. mars sl.  Á fundinn kom teymið sem unnið hefur með rýnihópnum, þ.e. arkitektar, ráðgjafaverkfræðingur og hópstjóri.  Farið var yfir hugmyndir og tillögur sem fram komu á 1. fundi rýnihópsins.  Ráðgjafateymið lagði fram hugmyndir um kostnað og hugmyndir arkitektanna um rýmisþörf einstakra þátta.  Rýnihópurinn fór yfir það sem fram kom og gerði viðbótartillögur sem unnið verður frekar úr.