Í dag, 6. desember, var nýfæddum Grundfirðingum færð sængurgjöf samfélagsins. Verkefnið er hluti af fjölskyldustefnu Grundfirðinga og er samstarf Grundarfjarðarbæjar og Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar. 13 börn eru fædd á árinu, 9 strákar og 4 stelpur, og er þetta í annað sinn sem gjafirnar eru veittar. 5 börn hafa fæðst síðan sængurgjafirnar voru afhentar síðast en ekki er von á fleirum það sem eftir er ársins.

Gjöfin innihélt m.a. fatnað, handklæði, beisli, fræðslubækur og pollagalla sem nauðsynlegur er öllum grundfirksum börnum. Gjafirnar voru afhentar í safnaðarheimilinu í morgun, en Sr. Elínborg hafði boðað foreldra allra barna sem fædd eru 2006 þangað.

 

F.v. Eydís Lúðvíksdóttir með óskírðan dreng, Vigdís Gunnarsdóttir með Guðmar Hólm, Ísólfur Þórisson, Heiðar Þór Bjarnason, Erna Sigurðardóttir með Hörpu Dögg, Birgir Guðjónsson og Urszula Bielawska með Gabríel Leó. Fyrir framan er Eva Jódís Pétursdóttir með Anítu Ósk og Andreu Ósk en þær voru fæddar þegar gjafirnar voru afhentar fyrst.

 

Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér.