Vikarbyn og Vattnäs spelmannslag er hópur 23 ungmenna sem spila á fiðlu. Þau eru á aldrinum 13-15 ára. 

Hópurinn spilar hefðbundna tónlist frá Dalarna, Svíþjóð og öðrum norðurlöndum auk írskra þjóðlaga.

Þau hafa áður heimsótt Írland og nú hlakka allir til þess að kynnast hinni stórkostlegu náttúru Íslands og tónlistararfi.

Hópurinn kemur oft fram á tónleikum, tónlistarhátíðum auk þess sem þau spila gjarnan við hátíðleg tækifæri og á ferðalögum sínum. Heimur tónlistarinnar kennir manni svo margt um mismunandi menningu og eignast þau ávallt nýja vini sem þau geta átt menningarsamskipti við. Það er þeim mjög mikilvægt að byggja brýr. Þau koma til með að spila dásamlega blöndu af lögum sem þeim þykir gaman að spila.

 

Margaretha Mattsson stjórnandi hópsins kom fyrst til Íslands árið 1994 og hefur síðan verið fastur gestur á landinu með fjölda hópa.

 

Verið velkomin að hlusta á mjúka polska, ljúfa valsa, hressa skottísa og önnur danslög sem svo oft hljóma í félagsheimilum sveitarfélags þeirra. Leyfið tánum að dansa trylltan dans í skónum og hverri frumu að gleðjast.

 

Tökum á móti íslensku vori með þessum glöðu ungmennum, þau munu spila í Grundarfjarðarkirkju á Páskadag, sunnudaginn 16.apríl kl 17:00