Þessar duglegu Grundarfjarðarhnátur komu við á bæjarskrifstofunni í gær. Þær heita  Elva Björk og Svanhildur Ylfa. Tilefnið var að afhenda fé sem þær höfðu safnað með tombólu til kaupa á vatnsrennibraut í sundlaug bæjarins. Þær söfnuðu 4.796kr og bætist það í sjóðinn. Þessi sjóður var stofnaður árið 1997 og margir kraftmiklir krakkar gefið í hann í gegnum tíðina. Í dag eru rúmlega 102.000 kr. í sjóðnum. Við þökkum þeim fyrir gott framtak.