Rökkurdagar, menningarhátíð Grundfirðinga hófst í gær með sagnakvöldi í Sögumiðstöðinni. Ingi Hans Jónsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Jón Ásgeir Sigurvinsson sögðu sögur frá ýmsum löndum.

Ingi Hans sagði sögur af innlifun

Um 30 manns mættu á þennan fyrsta viðburð menningarhátíðarinnar sem tókst einstaklega vel.

Framundan er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem Grundfirðingar eru hvattir til að kynna sér. Allar upplýsingar er að fá í Vikublaðinu Þey og hér á heimasíðunni.

Ingi Hans, Sigurborg og Jón Ásgeir

Um 30 manns komu á sagnakvöldið