Til nemenda FSN og forráðamanna þeirra!

 

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga mun í samstarfi við Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði bjóða nemendum skólans, sem þess óska, upp á viðtöl við sálfræðing stofnunarinnar, Emil Einarsson, á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði veturinn 2016.

Nemendum standa til boða stuðningsviðtöl sem miða að því að stuðla að bættri líðan og takast á við tilfinningalega erfiðleika. Einnig geta nemendur nýtt sér viðtölin til þess að fá almenna ráðgjöf og upplýsingar um aðra sambærilega þjónustu. 

 

Nemendur geta sótt um viðtöl með því að fara inn á heimasíðu Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, www.fssf.isog fylla þar út umsókn og koma henni til námsráðgjafa FSN. Einnig er í boði að hafa beint samband við sálfræðinginn í gegnum netfangið emil@fssf.iseða síma félagsþjónustunnar 430 7800. Umsóknir er einnig hægt að nálgast á heimasíðu skólanseða með því að ræða við starfsfólk skólans.  Þjónusta sálfræðings FSS er nemendum að kostnaðarlausu.

 

Þessi möguleiki hefur verið í boði fyrir nemendur síðustu ár og hefur gefið góða raun.

 

Við vonumst eftir góðu samstarfi við foreldra, nemendur og starfsfólk skólans og hvetjum ykkur til þess að hafa samband ef spurningar vakna.

 

Með bestu kveðjum!

 

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

S: 430 7800

www.fssf.is