Slökkvibílarnir þrír sem liðin á Nesinu eiga

Miðvikudaginn 4. maí sl. hélt Brunamálastofunun samæfingu með slökkviliðum Stykkishólms, Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar. Æfingin var haldin að Gufuskálum en þar hefur Brunamálastofunum verið að koma upp búnaði til æfinga fyrir slökkvilið.

 

Á þessari æfingu var mest áhersla lögð á þjálfun í reykköfun. Reykkafað var í íbúðarhúsi, þar sem leitað var að manni (dúkku), og í sérútbúnum gám með þrautum fyrir reykkafara. Slökkviliðunum var jafnframt sýndur hversu mikill sprengikraftur er í litlum einnota gaskút sem algengt er að fólk noti í útilegum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingunni.

Jóhann Þór Ragnarsson

 

Guðrún Ósk og Árni Þórarinsson

Sigurdór og Finnbogi

Slökkvilið Snæfellsbæjar