- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag var skrifað undir verksamning á milli Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar og Almennu Umhverfisþjónustunnar ehf. Grundarfirði um verkið "Norðurgarður - þekja, lagnir og raforkuvirki" sem boðið var út í maí sl. Fjögur tilboð bárust og var lægsta tilboði tekið.
Helstu verkþættir felast í að steypa upp rafbúnaðarhús, stöpla undir ljósamöstur og brunna, að leggja ídráttarrör fyrir rafmagn og leggja vatnslögn, jarðvegsvinna og steypt þekja, auk raforkuvirkis. Verkið er tvískipt, annarsvegar verkáfangi sem unninn verður fram á komandi haust, en síðari verkáfangi verður unninn vorið 2021 og er með verklok 1. júní 2021.
Einnig var skrifað undir verksamning í morgun á milli Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar og Nesbyggðar (Eyrarsveit ehf.) um verk sem felst í að skipta um þak á hafnarhúsinu, að undangenginni verðkönnun. Verkið verður unnið í júlímánuði.