Frétt á vef Skessuhorns
Samkaup Úrval opnaði formlega nýja verslun í Grundarfirði síðastliðinn föstudag með pompi og prakt. Margs konar opnunartilboð voru í gangi og fjölmargir gestir komu og skoðuðu nýju verslunina og var ekki annað að sjá en að Grundfirðingar og næsveitungar væru mjög sáttir. Verslunin er 300 fermetrar að stærð.  Lyfja opnaði einnig verslun í sama húsnæði.  Aðalheiður Pálmadóttir, forstöðumaður verslana- og markaðssviðs Lyfju sagði í samtali við Skessuhorn að Lyfja hafi verið í afar litlu og óhentugu húsnæði í Grundarfirði síðustu ár og væri þetta því kærkomin breyting.  

Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.