Leikskólinn og slökkviliðið hafa undirritað samkomulag um að taka höndum saman um að auka öryggi barnanna og starfsfólksins með öflugu eldvareftirliti og fræðslu. Voru það leikskólastjóri og slökkviliðstjóri sem undirituðu samkomulagið.

Hlutverk slökkviliðsins: Slökkviliðið heimsækir leikskólann tvisvar á ári hverju. Annars vegar til að skoða hvernig eldvörnum er háttað og ráðleggja um úrbætur. Hins vegar til þess að ræða við elstu börnin um eldvarnir. Slökkviliðið leggur til allt fræðsluefni í þessu sambandi.

Leikskólastjóri fær í hendur möppu með upplýsingum um eldvarnareftilit og rýmingu. Elstu börnin á leikskólanum fá möppu frá slökkviliðinu með verkefnum sem tengjast eldvörnum. í möppunni eru einnig upplýsingar um eldvarnir heimilanna og taka börnin hafa því með sér heim og sýna foreldrum og forráðamönnum.

Hlutverk leikskólans. Leikskólinn tekur á móti fulltrúum slökkviliðsins og gefur sér nauðsynlegan tíma í þessar heimsóknir og verkefni sem tengjast þeim. Leikskólinn setur sér það markmið að hafa eldvarnir ævinlega í lagi og í því skyni aðgætir hann helstu atriði eldvara mánaðarlega samkvæmt gátlista sem slökkviliðið lætur í té.

Ennfremur skuldbindur leikskólinn sig til þess að gera rýmingaráætlun og halda rýmingaræfingu árlega samkvæmt leiðbeiningum frá slökkviliðinu.