Bókun samstarfsnefndarinnar, sem samþykkt var á fundinum er svofelld:

Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar hefur aflað gagna og rætt um ýmsa þætti sem tengjast mögulegri sameiningu sveitarfélaganna.  Sveitarfélögin fengu ráðgjafafyrirtækið KPMG til þess að afla gagna og vinna skýrslu fyrir sameiningarnefndina og hefur hún verið kynnt fyrir sveitarstjórnum.

 

Í ljósi þessara gagna og niðurstöðu Jöfnunarsjóðs um framlög vegna sameiningarinnar sem byggja á núgildandi reglum sjóðsins telur nefndin ekki forsendur til að ná fram niðurstöðu í vinnuna þannig að hægt sé að kjósa um sameiningu fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári.

 

Nefndin leggur til að á vegum sveitarstjórnanna þriggja fari fram viðræður við ráðuneyti sveitarstjórnarmála þar sem gerð verði grein fyrir afstöðu sameiningarnefndarinnar.  Vísar nefndin einnig til skýrslu ráðuneytisins um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga frá september sl. þar sem m.a. er lagt til að ráðuneyti sveitarstjórnamála taki markvissari þátt í verkefninu um styrkingu sveitarstjórnarstigsins og fjárfesti í því. 

 

F.h. samstarfsnefndarinnar

Þorsteinn Steinsson

Grundarfirði