Föstudaginn 4.4.´14 var undirritaður samstarfssáttmáli um stofnun og rekstur Svæðisgarðsins Snæfellsness - sem er fyrsti svæðisgarður á Íslandi. Að því standa sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, félagasamtök í atvinnulífi (búnaðarfélög, Ferðamálasamtökin og Snæfell, félag smábátaeigenda) og SDS, stéttarfélag.

Svæðisgarður snýst um að koma á fjölþættu samstarfsneti aðila á svæðinu. Samstarfsaðilarnir gera sér far um að nýta sérstöðu Snæfellsness við uppbyggingu fjölbreyttara og styrkara atvinnulífs og þjónustu. Snæfellingar nýta svæðisskipulag sem tæki í þessari vinnu, þar sem sameiginleg sýn um auðlindir og þróun Snæfellsness er fest í sessi.

Merkilegt frumkvöðlaverkefni Snæfellinga - horft til langs tíma og varanlegu samningssambandi aðila komið á.