Á næsta fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður tekin til síðari umræðu samþykkt um kattahald í Grundarfirði.  Í drögum er gert ráð fyrir að kattahald  muni sæta takmörkunum þannig að skrá eigi alla heimilisketti hjá Grundarfjarðarbæ.  Þar munu eigendur fá afhenta plötu með skráningarnúmeri, heimilisfangi og símanúmeri eiganda kattarins.  Kattareigandinn þarf árlega að láta hreinsa köttinn af spóluormum. 

Kattahald í dreifbýli mun að öllu jöfnu ekki sæta takmörkunum. 

Eigendum verður gert að gæta þess að kettir þeirra valdi ekki tjóni, hættu, óþrifnaði eða raski ró manna.  Á varptíma ber forráðamönnum katta að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum að takmarka útiveru katta. 

Jafnframt er bæjarstjórn Grundarfjarðar veitt heimild til að gera ráðstafanir til útrýmingar á villiköttum.