Kæru viðskiptavinir!
Nú er Gegnir kominn í notkun og bækurnar okkar hér í Grundarfirði, lánþegar og útlán þeirra virðast hafa skilað sér heilu og höldnu í yfirfærslunni.


Þær Salbjörg og Guðbjörg á bókasafninu eru að stíga fyrstu skrefin í notkun Gegnis og gengur vel að lána og skila gegnum bókasafnskerfið. Sunna Njálsdóttir kemur til starfa 10. maí og þá verður farið á námskeið sem á að kenna starfsfólkinu að nýta þá möguleika sem Gegnir býður upp á.

Athugið að sektir vegna vanskila sem hafa myndast eftir 25. mars og fram eftir maí verða ekki innheimtar.

 

Foreldrar skólabarna!
Nú líður að skólalokum og þá er mikilvægt að skila öllum skólabókum sem notaðar voru við námið í vetur. Bókavörður og kennarar munu gera átak í bókaskilum og viljum við biðja ykkur að aðstoða börnin eftir föngum. Athugið að forráðamenn bera fjárhagslega ábyrgð á bókum sem grunnskólinn lætur nemendum í té vegna námsins.

 

Bókasafn Grundarfjarðar er meðal þeirra mörgu safna sem munu geyma bókaupplýsingar sínar í Gegni, hinu nýja landskerfi bókasafna.
Bókasafnskerfið nær til um 90% landsmanna.

Á Gegni verður hægt að leita að bókum og tímaritsgreinum, skoða útlán sín á vefnum og panta bækur.
Sjá nánar í „Hjálp“, efst í hægra horni vefsíðu Gegnis.

Starfsfólk bókasafnsins.