Nýlega kom í heimsókn til Grundarfjarðar, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hr. Luis E. Arreaga á samt eiginkonu sinni Mary.

Sendiherrahjónin skoðuðu fiskvinnslur G.Run og Soffaníasar Cecilssonar ásamt því að kynna sér starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Sendiherrann er virkur bloggari og hefur sagt frá upplifun sinni frá heimsókninni á bloggsíðu sinni.