Jón Þór Einarsson er nú staddur í Newcastle ásamt foreldrum sínum.  Hafinn er undirbúningur að mergskiptum sem framkvæmd verða eftir rúma viku.  Allir í Grundarfirði og víðar sameinast um að senda fjölskyldunni hlýja strauma og góðar óskir um að allt gangi vel.  Styrktartónleikar verða í sal Fíladelfíu í Reykjavík þriðjudaginn 30. mars n.k. og án efa munu Grundfirðingar og allir aðrir fjölmenna þangað. 

Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna geta lagt inn á reikning 0321-13-33, kt. 070964-5039.

Ennfremur verða tónleikarnir í beinni útsendingu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir þá sem ekki komast á tónleikana sjálfa.