Þann 1. janúar 2017 tóku  gildi ný lög um húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga.


Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa nú samþykkt reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og mun Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga sjá um móttöku og afgreiðslu umsókna.


 

Umsóknareyðublað má nálgast  á heimasíðu FSS, www.fssf.is eða þá á skrifstofu okkar að Klettsbúð 4 í Snæfellsbæ.


Ennfremur má nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðum  og skrifstofum sveitafélaganna.
Forsjármönnum nema á aldrinum 15-17 ára, sem dvelja á heimavistum,- er sérstaklega  bent á rétt til að sækja um.

Frekari upplýsingar veitir fulltrúi Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi, s. 430 7800; berghildur@fssf.is.