Síðasti dagur Matthildar sem starfandi leikskólastjóri var síðastliðinn föstudag. Hún hættir nú að eigin ósk í þeirri stöðu. Matthildur hefur verið starfsmaður leikskólans frá upphafi, eða í tæp 38 ár og síðustu sex árin sem leikskólastjóri.

Eyþór Garðarsson, forseti bæjarstjórnar og Sigurlaug Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra, færðu Matthildi blómvönd og þökkuðu henni vel unnin störf sem leikskólastjóra. Það er mikið lán fyrir Grundarfjarðarbæ að fá áfram að njóta starfskrafta hennar í 50% stöðugildi við leikskólann.