Tvö síðustu skemmtiferðaskip sumarsins heimsækja Grundarfjörð um helgina. Það eru skipin MV Funchal í sinni annarri heimsókn og svo MV Alexander Von Humboldt sem er að koma til okkar í fyrsta skipti.

Funchal er löngu orðið vel þekkt í Grundarfirði. Þess má geta að því miður fellur hefðbundinn knattspyrnuleikur niður vegna veðurs.

Von Humboldt er 15.343 tonn og 152,5 metrar á lengd. Hann tekur 475 farþega.  Skipið er á vegum Phoenix Reisen og er skráð á Bahama eyjum. Það var tekið í notkun undir þessu nafni í maí 2008 en hefur áður siglt undir nöfnunum Crown Monarch og Jules Verne. Flestir farþegarnir í þessari ferð eru þýskir.