Hin árlega Sigríðarganga á Eyrarfjall verður farin 14. júní n.k. Gengið er á Eyrarfjall og hlaupið niður strákaskarð. Hægt er að ganga upp á Eyrarfjall í Framsveit við Grundarfjörð á nokkrum stöðum. En núna er farið upp frá Þórdísarstöðum og lagt verður af stað klukkan 16:00. Gangan upp tekur um einn og hálfan tíma ef rólega er gengið. Siðan er hlaupið niður fjallið og er skemmsti tími 49 sekúndur, en oftast er miðað við 3 mínútur en það setur engin met í fyrstu tilraun. Ganga á Eyrarfjall hentar fjölskyldum og börnum allt niður til 4-5 ára aldurs.