Tekið af mbl.is þann 28.3.2010

Sigurlið Alpha-deildarinnar en í þeirri deild kepptu þeir sem hafa stundað forritun umfram það sem kennt er í skólum. Með sigurliðinu eru þeir Björn Þór Jónsson, starfandi forseti tölvunarfræðideildar HR, og Emil G. Einarsson framkvæmdastjóri sölusviðs Nýherja.

Tækniskólanemarnir Sveinn Fannar Kristjánsson og Jónatan Óskar Nilsson höfnuðu í fyrsta sæti í Alpha-deild forritunarkeppni framhaldsskólanna en auk þeirra var Gabríel Arthúr Pétursson í sigurliðinu. Hann er nemandi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.


 

Keppnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og var haldin í samstarfi tölvunarfræðideildar HR, Nýherja og CCP.

Lið þeirra Fannars Ásbjörnssonar, Finnboga Darra Guðmundssonar og Elvars Arnar Hannessonar varð í fyrsta sæti í Beta-deild keppninnar. Og lið þeirra Unnars Freys Erlendssonar og Bjarka Ágústs Guðmundssonar varð í fyrsta sæti í Delta-deildinni.

Allir sigurvegararnir nema Gabríel eru nemendur í Tækniskólanum, að því er segir í tilkynningu.

Um níutíu framhaldsskólanemar tóku þátt í henni og reyndi á forritunarhæfileika þeirra og sköpunargáfu. Þeir sátu því yfir fjölbreyttum verkefnum allan laugardaginn í húsakynnum HR við Nauthólsvík. Markmið keppninnar er að efla og örva forritunaráhuga íslenskra ungmenna.