Grundfirðingar tóku á móti Snæfell í síðasta leik héraðsmótsins og sigruðu leikinn 8-2. Strákarnir áttu góðan leik og dreifðust mörkin nokkuð jafnt niður á leikmenn. Strákarnir spiluðu 2 leiki í þessu héraðsmóti, á móti Víking Ólafsvík fyrr í sumar sem þeir unnu 3-2 og svo á móti Snæfell í kvöld sem þeir unnu 8-2 og eru því héraðsmeistarar 2004