Strákarnir í 4. fl spiluðu í gær við Víði/Reynir og gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 5 - 0. Leikurinn var vel spilaður og áttu þeir þennan sigur sannarlega skilið. Mörk UMFG gerðu þeir, Marinó, Hjörtur, Rúnar með eitt mark hvor og Brynjar var með tvö mörk. Nú er riðlakeppninni lokið og eru þeir í öðru sæti í riðlinum með 16 stig. Frábær árangur hjá 4.fl ka á íslandsmótinu í sumar. Til hamingju strákar.