Sigurbjörg og Sigurörn. Mynd GK

Fjöldi fólks fylgdist með þegar Sigurbjörg Sandra bjargvættur Sigurarnar veitti honum frelsi á ný við Grundarfjörð sunnudaginn 26. nóvember sl. Örninn flaug í nokkrar mínútur eða allt þar til hann hvarf sjónum viðstaddra. Nú er vonandi að honum vegni vel en það tekur við hjá honum  að finna sér maka. Starfsfólk húsdýragarðsins þakkar Sigurbjörgu og starfsmönnum Náttúrfræðistofnunnar Íslands samstarfið í þessu ævintýri. Einnig íbúum Grundarfjarðar fyrir sýndan áhuga á erninum sem eflaust er um þessar mundir heiðursíbúi Grundarfjarðar.

Frétt fengin af www.husdyragardur.is.

Fjöldi fólks var saman komið til að fylgjast með. Mynd GK