Ekkert lát er á síldveiðinni í Grundarfirði og verður sára lítillar síldar vart á hefðbundinni veiðislóð út af Suðurströndinni. Nú eru um þrjár vikur síðan síldin fannst í Grundarfirði, og hafa síldarskipin hvað eftir annað fyllt sig og sigla svo með aflann til Austfjarðahafna og Vestmannaeyja. Þegar síldin er næst landi, eru skipin að veiðum rétt utan við hafnarminnið í Grundarfirði og þar fékk eitt skipið ljósastaur í veiðarfærin, sem sennilega hefur brotnað af bryggju í óveðri.-

 

Frétt á Vísir