Umhverfis- og auðlindaráðherra mætir á opinn fund um síldardauðann í

Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Kolgrafafirði fimmtudaginn 18. apríl, kl. 17:00-18:45, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Á fundinum verður fjallað um rannsóknir á lífríki og umhverfi, vöktun svæðisins, hreinsunaraðgerðir og viðbúnað fyrir framtíðina. Auk ráðherra mæta á fundinn fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Náttúrustofu Vesturlands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, auk fulltrúa ráðuneytis og heimamanna.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Grundarfjarðarbær