Miklar síldarlóðningar eru komnar inn á Grundarfjörð. Að sögn Hafsteins Garðarssonar hafnarvarðar sáust nú í morgun langar lóðningar rétt norðan við bryggjuna í Grundarfirði og út fjörðinn og þá var einnig að sjá síld úti við Melrakkaey. Hafsteinn segir að sést hafi í hrefnu á ferð nýlega og að mikið fuglalíf sé á svæðinu sem gefi vísbendinu um aukið æti í firðinum. Síldin er á ferðinni á svipuðum tíma og undanfarin ár en menn hafa einnig orðið varir við hana inn við Stykkishólm þar sem veiðin hefur einkum farið fram síðastliðin tvö ár.  

Frétt af vef Skessuhorns 11. október 2010.