Hinir árlegu silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum voru haldnir laugadaginn 17. nóvember í nýju frjálsíþróttaaðstöðunni í laugardal.  2 keppendur fóru frá HSH að þessu sinni þau Arnar Þór Hafsteinsson Snæfelli og Steinunn Júlía Víðisdóttir UMFG.  Steinunn Júlía keppti í kúluvarpi meyja 15 – 16 ára og bætti sinn persónulega árangur.  Arnar Þór keppti í 11 – 12 ára flokknum og gekk vel í sínum greinum og kom heim með þrjú brons.

 

Steinunn Júlía og Arnar Þór