Keppendur HSH á mótinu

 

Silfurmót ÍR í frjálsum íþróttum fyrir 16 ára og yngri var haldið laugardaginn 26 nóv.  Þetta mót var áður stórmót ÍR en þar sem 50 ár eru liðin frá því að Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna á ólympíuleikunum í Ástralíu var nafninu breytt til heiðurs honum.

 

 

HSH sendi sex keppendur á mótið og stóðu þau sig vel  að vanda.  Brynjar Gauti Guðjónsson keppti í 13 – 14 ára flokki og vann gull í hástökki og þrístökki þar sem hann fékk einnig bikar. Einnig vann hann til silfurverðlauna í kúluvarpi.  Silja Rán Arnardóttir náði bronsverðlaunum í kúluvarpi 13 – 14 ára.  Það sem stóð upp úr hjá krökkunum var að það væri svo gaman að keppa í frjálsum þar sem aðstaðan væri svo flott í nýju frjálsíþrótttahöllinni.