Að vinna með innflytjendum

 

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vinna með eða hafa starfs síns vegna samskipti við fólk af erlendum uppruna t.d. starfsfólk heilsugæslu, leikskóla, grunnskóla o.fl. Fjallað er um málefni innflytjenda, tölulegar upplýsingar og um réttindi og stöðu þeirra hérlendis. Ennfremur verður fjallað um fordóma, menningarlæsi, íslenskukennslu o.fl. sem mikilvægt er að hafa í huga þegar unnið er með innflytjendum.

Kennt í Grunnskólanum í Borgarnesi

Mánud. 22. jan og 29. jan. Kl. 19:30- 22:00

Kennari: Guðrún Vala Elísdóttir mannfræðingur, náms og starfsráðgjafi 

 

Sjá nánar um námskeiðið og upplýsingar um fleiri námskeið sem hefjast á næstunni á vefsíðu Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi.