Fransk- íslenska vinahljómsveitin (FIFO) hélt sína allra fyrstu tónleika sunnudaginn 15. september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Tónleikarnir tókust með eindæmum vel og það var ekki að sjá að þessir hljófæraleikarar hefðu fyrst komið saman tveimur dögum áður. Stórkostlegir tónar runnu frá hljómsveitinni. Á efnisskrá voru fjölbreytt verk, meðal annars eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Albert Roussel. Fjöldi fólks kom og naut þessa viðburðar og var tónleikagestum boðið í léttar veitingar að tónleikum loknum.

Grundarfjarðarbær vill koma á fram þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóg og gerðu þennan einstaka menningarviðburð að veruleika.