Enn eru örfá sæti laus í flugi sem LÍÚ skipuleggur á sjávarútvegssýninguna í Brussel, en sýningin fer fram 24 -26 apríl n.k.  Flogið verður með flugvél frá Flugfélagi Íslands að morgni þriðjudags 24. apríl og er flogið beint frá Reykjavíkurflugvelli.  Áætlað er að lenda í Brussel fimm tímum síðar.   Gert er ráð fyrir að flogið verði til baka á fimmtudeginum 26 apríl.  Farþegar um borð verða 40 talsins.  Kostnaður á hvern farþega er um 85.000 kr.

Þetta er kjörið tækifæri til þess að skjótast á þessa stærstu sýningu í heimi í tengslum við sölu sjávarafurða. Hægt er að fá nánari upplýsingar um sýninguna á www.euroseafood.com.  Þeir sem hefðu áhuga á að nýta sér þetta flug eru beðnir að hafa samband við Vilhjálm Jens hjá LÍÚ í síma 824 4378 eða senda póst á vilhjalmur@liu.is