Sjávarútvegssýningin 2005 verður haldin í Fífunni Kópavogi dagana 7. – 10. september 2005. Grundarfjarðarhöfn, Ragnar og Ásgeir ehf., Guðmundur Runólfsson hf., Snæís hf., Fiskmarkaður Íslands hf., Vélsmiðjan Berg ehf., og Djúpiklettur ehf. verða með kynningarbás á sýningunni, bás nr. P24. Allir þessir aðilar eiga það sameiginlegt að þjónusta viðskipavini hafnarinnar.

 

Fisksölufyrirtækið Hagfiskur bíður gestum og gangandi upp á ekta grundfirskan plokkfisk alla dag sýningarinnar á eftirtöldum tímum:

 

Miðvikudag kl. 15:00

Fimmtudag kl. 15:00

Föstudag kl. 14:00

Laugardag kl. 14:00

 

Hljómsveitin Rauðir Fiskar, sem er að mestu skipuð brottfluttum Grundfirðingum, spilar í kynningarbásnum milli kl. 16:00 og 18:00 á föstudag.

 

Grundarfjarðarbær hvetur alla til þess að mæta á sýninguna og kynna sér það helsta í íslenskum sjávarútveg!