Annar fundur handverkfélagsins var haldinn miðvikudagnn 15. október og var vel mætt. Við áttum notalega kvöldstund saman þar sem margt var spjallað ásamt því að Salbjörg Nóadóttir las smásögu eftir Kristínu Marju Baldursdóttur úr bókinni Kvöldljósin eru kveikt. Á meðan lestrinum stóð vann fólk að þeim verkefnum sem það hafði komið með með sér eða einfaldlega lagði við hlustir og fékk sér kaffisopa. Viljum við þakka Salbjörgu kærlega fyrir lesturinn.

Sýning á fáeinum verkum verður haldin í Kaupþingi, fimmtudaginn 23.-24. október í tilefni af Rökkurdögum. Í kjölfarið af þeirri sýningu verður sölusýning í Sögumiðstöðinni, sunnudaginn 26. október. Þeir sem hafa áhuga á að koma verkum sínum í sölu er velkomið að hafa samband fyrir þann tíma.

Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 29. október kl: 20:00 í sal að Borgarbraut 16 og sem fyrr eru allir áhugasamir hjartanlega velkomnir. Með von um gott samstarf og góðar stundir.

 

E.I.K – Elísabet, Ingibjörg og Karitas